Púttmótaröð GR kvenna 2025 í samstarfi við Golfa.is

Púttmótaröð GR kvenna hefst þriðjudaginn 21. janúar. Við erum stoltar að segja frá því að þriðja árið í röð verður mótaröðin haldin í samstarfi við Golfa.is sem er vefverslun í eigu GR konu sem selur vandaðan golffatnað á konur. Hvetjum ykkur til að kíkja inná golfa.is

Í ár verða leiknar sex umferðir sem fara fram inni í Korpu frá 14:00-20:00, skila skal skorkortum fyrir kl. 20:20 á leikdegi. Allir viðburðir á vegum kvennanefndarinnar eru ætlaðir GR konum sem hafa náð 20 ára aldri.

Dagsetningar sem leikið verður á eru eftirfarandi:

  •      21. janúar
  •      28. janúar
  •        4. febrúar
  •      11. febrúar
  •      18. febrúar
  •      25. febrúar – spilað til úrslita, lokahóf og verðlaunaafhending

Spilaðir verða tveir hringir í hverri umferð þar sem sá betri telur – 4 bestu skor hvers keppanda (þó aðeins 1 í hverri umferð) gilda inn í heildarskor til úrslita.

Spilað til úrslita – á lokakvöldinu 25. febrúar. Allir þátttakendur verða að vera búnir að pútta kl. 19 á lokakvöldinu. Þegar komið er ljós hverjar séu 10 efstu þá munu þær spila einn úrslitahring. Þar af leiðandi, til að geta spilað um vinningssæti verður þátttakandi að mæta á lokakvöldið 25. febrúar.

Við prófuðum þetta í fyrra og þetta var virkilega spennandi og skemmtileg stemming.

Sé samanlagður höggafjöldi í úrslitahring jafn gilda fyrst seinni 9 holurnar, svo síðustu 6 og að lokum síðustu 3. Nægi það ekki til þess að knýja fram úrslit verður leikinn bráðabani þar til úrslit liggja fyrir.

Liðakeppni – í ár verður liðakeppni. 4 konur saman í liði (í undantekningu geta verið 3 konur saman). Verðlaun veitt fyrir samanlagða besta skor liðsins. 3 bestur hringir hvers mótsdags gilda og 4 bestu skiptin. Dæmi: Allir 4 liðsmenn mæta, skora 34, 33, 31 og 28. Skor þeirrar sem var með 34 mun þá ekki gilda í liðsskorinu það kvöldið. Liðið mætir í öll skiptin og er með samanlagt skor 92, 91, 90, 98, 97 og 95. Hringir með skori 98 og 97 munu þá detta út og ekki gilda inn í heildarskor til úrslita. Um er að ræða höggleik án forgjafar. Allir eru að sjálfsögðu með í einstaklingskeppninni og sömu 2 hringir gilda fyrir einstaklingskeppni og liðkeppni.

Skráning á liði fer fram á grkvennanefnd@gmail.com – skráning verður að fara fram fyrir fyrsta hring sem liðið spilar. Fullt nafn á liðsmönnum og kennitala.

Óheimilt er að hefja leik fyrr en kl. 14. Völlurinn verður settur upp rétt fyrir klukkan 14 svo óheimilt er að hefja umferð fyrr en eftir að völlurinn hefur verið settur upp. Við minnum á að ekki er heimilt að spila æfingahring þegar búið er að setja upp keppnisvöllinn.

Viðvera kvennanefndar uppi í Korpu er frá kl. 17:00 á þriðjudögum. Skrifstofan setur fram skorkort, blýanta og skorkortakassa kl. 14. Ekki er boðið upp á kaffi eða sódavatn fyrr en eftir kl. 17:00.

Skorkort, við verðum að biðja þátttakendur um að vanda skráningu á skorkort. Nafn þátttakanda og kennitala verður að vera skiljanleg fyrir nefndina að lesa. Skorkort án ritara eru ógild, ritari þarf að vera þátttakandi í púttmótaröðinni. Engar undantekningar.

Þátttakendur verða að kynna sér mótsreglurnar og fylgja þeim í hvívetna. Við munum setja þær á Facebook og þær verða útprentaðar uppi í Korpu á leikdögum.

Sérstaklega hvetjum við nýjar GR konur til að mæta, æfa púttið og kynnast GR konum og kvennastarfinu.

Mótsgjald er kr. 4.500 og greiðist það fyrir fyrsta hring. Innifalið í mótsgjaldi er lokahóf. Skor þeirra sem ekki hafa greitt mótsgjald verður ekki birt. Sé annar greiðandi en þátttakandi biðjum við ykkur um að upplýsa um það.

Vinsamlega leggið mótsgjald inn á reikning nr. 0370-22-045208 kt. 230781-3899 (Guðrún Íris Úlfarsdóttir).

Minnum á tölvupóstinn okkar grkvennanefnd@gmail.com ef einhverjar spurningar vakna.

Hlökkum til að hefja leikinn á þriðjudag!