Ragnhildur Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir taka nú þátt á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina 2024. Keppni hófst á laugardag og verða alls fimm 18 holu hringir leiknir á fimm keppnisdögum, þriðji keppnisdagur er í dag.
Keppt er á Al Maaden og Royal Golf völlunum í Marrakech. Þar keppa 156 leikmenn um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Ragnhildur og Guðrún Brá fóru báðar í gegnum 1. stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina – sem fram leikið var í Marokkó í síðustu viku, þar tóku 220 keppendur þátt.
Hér má fylgjast með rástímum, skori og stöðu keppenda
Við sendum okkar bestu kveðjur til Marrakech og gangi ykkur vel!
Golfklúbbur Reykjavíkur