Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK keppa á LET Access mótaröðinni á Englandi um helgina. Mótið heitir Golfing Womens Championship og er leikið á The Club Mill Green.
LET Access atvinnumótaröðin er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki. Leiknir verða þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum í móti helgarinnar og er niðurskurður eftir 2. keppnisdag.
Þetta er áttunda mótið hjá Ragnhildi á þessu tímabili en hún er í sæti nr. 72 á stigalistanum – nánar hér: Guðrún Brá er sömuleiðis að leika á sínu áttunda móti á tímabilinu en hún er í sæti nr. 54. á stigalistanum – nánar hér:
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Gangi ykkur vel stelpur!