Ragga Kristins og Guðrún Brá tryggðu sér sæti á lokaúrtökumóti LET Evrópumótaröðina

Ragnhildur Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggðu sér sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðinni 2024 þegar þær luku leik á 1. stigi úrtökumótsins í gær. Lokaúrtökumótið fer fram fram dagana 16.-20. desember í Marokkó. Lilja Dista var einnig meðal keppenda á úrtökumóti en hún komst ekki áfram. Keppt var á þremur mismunandi völlum á úrtökumóti og voru þrír 18 holu hringir leiknir á þremur keppnisdögum, leikmenn kepptu á sama vellinum alla þrjá hringina.

Ragnhildur lék gott golf og lauk leik á samtals 215 höggum eða -1 (66-71-78). Hún tryggði sér öruggt sæti á lokaúrtökumóti þegar hún endaði í 10. sæti á Samanah vellinum. Guðrún Brá lék einnig gott golf og lauk leik í 13. sæti á samtals 213 höggum, Guðrún lék á Rotana vellinum en báðir vellir eru á Lalla Aicha golfsvæðinu í Marokkó.

Lóa Dista Jóhannsson keppti á sínu fyrsta úrtökumóti en komst ekki áfram, þetta var í fyrsta sinn sem hún tekur þátt á úrtökumóti fyrir LET Evrópumótaröðina. Lóa lék Rotana völlinn á +12 samtals (80-72-76) og endaði í 56. sæti.

Hér má sjá skor, stöðu og úrslit á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina

Það verða 156 keppendur sem taka þátt á lokaúrtökumótinu sem fram fer dagana 16.-20. desember á Al Maaden og Royal Golf völlunum í Marrakech þar sem keppt verður um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

Við óskum Röggu og Guðrúnu Brá til hamingju með flottan árangur!

Golfklúbbur Reykjavíkur