Ragnhildur Kristinsdóttir á 1. stigs úrtökumóti fyrir LPGA

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er þátttakandi á úrtökumóti fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Alls eru 311 keppendur sem hefja leik á 1. stigi úrtökumótsins. Keppnin fer fram á þremur völlum á Rancho Mirage golfsvæðinu í Kaliforníu.

Fyrsti hringurinn var leikinn í gær og lauk Ragnhildur á pari vallar. Alls eru þrjú stig á úrtökumótunum fyrir LPGA. Eftir þriðja keppnisdag, 54 holur, er niðurskurður og má gera ráð fyrir að um 130 keppendur komist í gegnum niðurskurðinn.

Ekki liggur fyrir hversu margir keppendur af 1. stiginu komast inn á 2. stigið.

Rástíma, stöðu og skor í mótinu helgarinnar má sjá hér

Ragnhildur er að taka þátt á úrtökumótinu í fyrsta sinn. Hún hefur á undanförnum árum stundað nám í Kentucky í Bandaríkjunum – samhliða því að keppa í golfi með skólaliðinu.

Árið 2016 tókst Ólafíu Þórunni Kristinsdóttir, líka úr GR, að ná frábærum árangri þegar hún komst í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins fyrir LPGA – og tryggði sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð veraldar í kvennaflokki.

Ragnhildur hefur leik kl. 14:40 að íslenskum tíma í dag og óskum við henni alls hins besta!

Golfklúbbur Reykjavíkur