Ragnhildur Kristinsdóttir náði sínum besta árangri á LET Access í Danmörku

Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnumaður úr Golfklúbbi Reykjavíkur náði sínum besta árangri til þessa á LET Access móti sem leikið var í Danmörku fyrri hluta vikunnar. Mótið hófst á mánudag og lauk í gær en keppni fór fram á Smörum golfvellinum. Þetta var sjötta mót Ragnhildar á tímabilinu og endaði hún jöfn í 22. sæti

Ragnhildur lék hringina þrjá á samtals 212 höggum (69-76-67). Par vallarins var 70 högg og lauk hún því leik á samtals +2, hún lék á höggi undir pari á fyrsta hring, sex höggum yfir pari á öðrum og þremur undir pari, eða 67 höggum á lokahringnum.

Hér má sjá lokastöðu og skor keppenda úr mótinu

Á LET Access mótaröðinni fá sex efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Keppendur sem enda í 7.-20. sæti tryggja sér sjálfkrafa keppnisrétt á lokastigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina sem fram fer í lok þess árs. LET Acces er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Til hamingju með árangurinn Ragnhildur!
Golfklúbbur Reykjavíkur