Mikil spenna var á Vormóti GS sem leikið var á Hólmsvelli í Leiru í gær en þar mættu bestu kylfingar landsins til leiks. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, tryggði sér sigur í kvennaflokki með fugli á lokaholunni og Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, sigraði í karlaflokki með minnsta mun – eftir harða keppni.
Leika átti 36 holur á þessu móti en fyrsta umferðin var felld niður vegna veðurs.
Gunnlaugur Árni lék á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallar. Hann lék fyrri 9 holurnar á 4 höggum undir pari þar sem hann fékk einn örn og tvo fugla. Á síðari 9 holunum fékk hann tvo fugla og einn skolla.
Logi Sigurðsson, GS, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, gerði harða atlögu að efsta sætinu með því að leika síðari 9 holurnar á 4 höggum undir pari, og samtals á 4 undir. Hann fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum en alls fékk hann sjö fugla á hringnum.
Hákon Örn Magnússon, GR, lék á 3 höggum undir pari samtals en hann fékk alls sex fugla á hringnum en tapaði þremur höggum á hringnum.
1.Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 67 högg (-5)
2.Logi Sigurðsson, GS 68 högg (-4)
3.Hákon Örn Magnússon, GR 69 högg (-3)
4.Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 70 högg (-2)
5.-9.Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 71 högg (-1)
5.-9.Pétur Sigurdór Pálsson, GOS 71 högg (-1)
5.-9.Guðjón Frans Halldórsson, GKG 71 högg (-1)
5.-9.Daníel Ísak Steinarsson, GK 71 högg (-1)
5.-9.Hjalti Hlíðberg Jónasson, GKG 71 högg (-1)
Ragnhildur tryggði sér sigurinn með fugli á lokaholunni og sigraði með minnsta mun. Hún fékk fugl á fyrstu holu dagsins, tapaði síðan höggi á 11. og 12. braut. Hún fékk eins og áður segir fugl á lokaholunni sem var annar fugl dagsins.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, lék á 73 höggum eða +1. Hún var á -2 eftir 2 holur en hún fékk þrjá skolla á hringnum og þar á meðal á lokaholunni sem reyndist dýrkeypt þegar uppi var staðið. Auður Bergrún Snorradóttir og Eva Kristinsdóttir, báðar úr GM, enduðu jafnar í 3. sæti á +6 samtals.
1.Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 72 högg (par)
2.Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 73 högg (+1)
3.-4.Auður Bergrún Snorradóttir, GM 78 högg (+6)
3.-4.Eva Kristinsdóttir, GM 78 högg (+6)
5.Birna Rut Snorradóttir, GM 78 högg (+7)
6.-8.Helga Signý Pálsdóttir, GR 80 högg (+8)
6.-8.Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 80 högg (+8)
9.Berglind Björnsdóttir, GR 81 högg (+9)
10.Embla Hrönn Hallsdóttir, GKG 85 högg (+13)
Meðalforgjöfin í karlaflokki var +0,45 og í kvennaflokki var meðalforgjöfin 1.8. Í karlaflokki voru 35 keppendur með 0 eða lægra í forgjöf og í kvennaflokki voru 6 keppendur með 0 eða lægra í forgjöf.
Öll úrslit úr Vormóti GS má sjá hér