Ragnhildur tekur þátt á LET Access mótaröðinni í Svíþjóð

Ragnhildur Kristinsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari, tekur þátt á atvinnumóti sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið, Ahlsell Nordic Golf Tour, er leikið á Kungsbacka GK sem er skammt frá Gautaborg í Svíþjóð. Leikur hófst í gær og lýkur á morgun, 19. ágúst, þetta er sjöunda mót Ragnhildar  á tímabilinu.

Ragnhildur hóf atvinnumannaferilinn í lok síðsta árs þegar hún fór í úrtökumót fyrir LET Evrópumótaröðina á Spáni. Eftir úrtökumótið var Ragnhildur með takmarkaðan keppnisrétt á LET Access mótaröðinni, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu fyrir konur.

Hún náði sínum besta árangri á LET Access móti sem fram fór á Smörum golfvellinum í Danmörku dagana 31. júlí – 2. ágúst þar sem hún endaði í 22. sæti.

Á LET Access mótaröðinni fá sex efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Þeir keppendur sem enda í 7.-20. sæti tryggja sér sjálfkrafa keppnisrétt á lokastigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina sem fram fer í lok þess árs.

Hér er hægt að fylgjast með rástímum, skori og stöðu keppenda í mótinu

Við óskum Ragnhildi alls hins besta á vellinum í Svíþjóð.

Golfklúbbur Reykjavíkur