September er framundan og daginn farið að stytta. Frá og með morgundeginum, 1. september verða breytingar á opnunartíma golfverslana.
Í septembermánuði verða opnunartímar sem hér segir:
- mánudaga-föstudaga frá kl. 09:00-18:00
- laugardaga og sunnudag frá kl. 08:00-18:00
Korpa verður 3x 9 holur frá og með 11. september
Skráningum á Korpunni verður breytt í 3x 9 holur frá og með mánudeginum 11. september. Þeir félagsmenn sem hafa hug á leika 18 holur þurfa þá að skrá sig aftur í rástíma á seinni 9 og verður fyrirkomulag varðandi bókanir kynnt þegar nær dregur.
Skrifstofa klúbbsins er opin alla virka daga frá kl. 09:00-16:00 og geta félagsmenn alltaf leitað þangað ef eitthvað er.
Golfklúbbur Reykjavíkur