September framundan – opnunartímar breytast

September er framundan, daginn farið að stytta og samhliða því þá styttist í lok golftímabilsins og breytingar verða á opnun golfverslana.

Breyttur opnunartími mun taka við í golfverslunum frá og með fimmtudeginum 1. september og verður opið mánudaga-föstudaga frá kl. 09:00-18:00 og um helgar frá kl. 08:00-18:00 út septembermánuð.

Korpa verður 3x 9 holur frá og með 12. september
Skráningum á Korpunni verður breytt í 3x 9 holur frá og með mánudeginum 12. september. Þeir félagsmenn sem hafa hug á leika 18 holur þurfa þá að skrá sig aftur í rástíma á seinni 9 og verður fyrirkomulag varðandi bókanir kynnt síðar í vikunni.

Skrifstofa klúbbsins er opin alla virka daga frá kl. 09:00-16:00 og geta félagsmenn alltaf leitað þangað ef eitthvað er.

Golfklúbbur Reykjavíkur