Sigurður Bjarki Blumenstein Íslandsmeistari í holukeppni 2022

Sigurður Bjarki Blumenstein úr Golfklúbbi Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í holukeppni sem lauk á Hlíðavelli hjá GM í dag. Saga Traustadóttir úr GKG sigraði í kvennaflokki.

Kristófer Orri Þórðarson úr GKG varð annar í karlaflokki og Kristján Þór Einarsson úr GM varð þriðji. Í kvennaflokki var það Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM sem varð í öðru sæti og Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK varð þriðja.

Þetta er fyrsti titill Sigurðar Bjarka á GSÍ mótaröðinni og óskum við nýkrýndum Íslandsmeisturum innilega til hamingju með árangurinn.

Áfram GR!

Fréttir af Íslandsmóti í holukeppni má finna hér