Sigurður Helgi og Guðrún Marín sigurvegarar í Hjóna- og parakeppni GR 2024

Hjóna- og parakeppni GR fór fram í dag, mánudaginn 17.júní á Grafarholtsvelli. Mótið var fullsetið og fylltist mótið á stuttri stundu og var langur biðlisti. Það mættu 66 hjón/pör til leiks og léku í fínasta veðri, nánast logn. Leikið var með Greensome fyrirkomulagi, stoppað í pylsu á leiðinni og var þjóðhátíðarstemmning yfir vellinum. Keppendur fengu að vera fyrst til að spila nýju 17.brautina og voru keppendur ánægðir með nýju brautina okkar. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 hollum vallarins. Keppnin var jöfn en sigurvegarar dagsins voru hjónin Sigurður Helgi og Guðrún Marín, spiluðu á 62 höggum nettó.

 

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

  1. Sigurður Helgi Ágústsson og Guðrún Marín Viðarsdóttir 62 nettó (betri seinni 9)
  2. Rúnar Jónsson og Guðrún Ýr Birgisdóttir 62 nettó
  3. Inga Lillý Brynjólfsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson 63 nettó

 

Nándarverðlaun

2.braut: Karen Guðmundsdóttir 0,28 m

6.braut: Guðrún Ýr Birgisdóttir 1.11 m

11.braut: Sigurður Helgi Ágústsson 1.93 m

17.braut: Andri Þór Guðmundsson 2,05 m

 

Golfklúbbur Reykjavíkur óskar vinningshöfum til hamingju með flottan árangur og þakkar fyrir vel heppnað 17.júní þjóðhátíðarmót.