Skemmtilegur golfdagur í íþróttastarfi GR

Sunnudaginn 23. febrúar var haldinn skemmtilegur og fjölbreyttur golfdagur fyrir alla aldurshópa 18 ára og yngri í íþróttastarfi GR.

Viðburðurinn var hluti af vetrarfríi grunnskólanna í Reykjavík og var boðið upp á skemmtilegar æfingar og spennandi keppnir.

Lagt var áherslu á að efla félagsleg tengsl, skapa stemningu og stuðla að samveru á milli þátttakenda.

Þátttakendum var skipt í lið sem kepptu sín á milli í mismunandi æfingum og áskorunum:

– Púttkeppni

– Vippkeppni

– Borðtennis

– Spurningakeppni

– Keppni í golfhermum

Að lokinni keppni var haldin glæsileg verðlaunaafhending þar sem sigurvegarar voru heiðraðir. Að því loknu var boðið upp á ljúffenga pizzaveislu.

Foreldrafélag GR stóð sig með prýði við að skipuleggja þennan skemmtilega viðburð fyrir unga og efnilega kylfinga GR.

Pizzurnar eru vinsælar eftir púttkeppnirnar