185 konur skiluðu skorkorti í gær – alveg frábær þátttaka í ár. Erum ekkert smá ánægðar og þakklátar fyrir áhugann.
Besta skor 2. umferðar átti Halldóra M Steingrímsdóttir sem fór betri hringinn á 25 höggum. Til hamingju með frábæran hring.
Liðakeppnin er að slá í gegn. Í fyrsta sinn sem við erum með liðakeppni og 36 lið eru skráð til leiks. Ekki munaði miklu á liðsskorinu í gær en það voru 4 á flötinni sem áttu besta skorið í liðakeppninni í gær eða samtals 82 högg. Dívur 1 með 83 högg og Holan með 84 högg
Næsta laugardag 1. febrúar verður púttkennsla upp í Korpu fyri GR konur. 2 hópar fyrri á milli 14-15 og seinni milli 15-16. Skráning fer fram hér: https://forms.office.com/e/2RMrByFtPU