Vinavallasamningur við Strandarvöll hjá Golfklúbbi Hellu hefur verið undirritaður og er þetta tuttugasta árið sem klúbbarnir gera með sér slíkt samstarf. Strandarvöllur er fimmti vinavöllur GR á komandi tímabili.
Félagsmenn GR hafa verið duglegir að nýta sér það að leika á Strandarvelli. Hjá Golfklúbbi Hellu er að finna allt það sem kylfingur þarf á að halda bæði fyrir og eftir leik – æfingasvæði og púttflöt auk glæsilegs klúbbhúss sem býður upp á fyrsta flokks veitingar.
Samingurinn mun gilda frá 1. maí til 30. september og gilda sömu reglur og á öðrum vinavöllum. Félagsmenn GR greiða kr. 3.500 fyrir leik á vellinum sama hvort leiknar eru 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar staðfesta félagsaðild sína og ganga frá greiðslu vallargjalds. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti, sbr. fyrirtækjamót.
Allar upplýsingar um vinavelli félagsins er að finna á undirsíðunni Vinavellir
Gleðilega páska!
Golfklúbbur Reykjavíkur