Sumardagurinn fyrsti – opnunartímar

Sumardagurinn fyrsti lendir á morgun og þá er víst að það styttist í að félagsmenn og aðrir kylfingar geti notið þessa að spila og hafa gaman.

Opið verður á æfingasvæði Bása og inniæfingaaðstöðu Korpu frá kl. 10-18 og hvetjum við alla til að mæta og halda áfram upphitun fyrir komandi tímabil.

Gleðilegt sumar!
Golfklúbbur Reykjavíkur