Sumarmótaröð Garmin og GR kvenna er spiluð alla mánudaga (ein undantekning). Leiknar verða 8 umferðir í sumar og 4 bestu gilda til úrslita. Konur skrá sig sjálfar á rástíma. Þáttakendur í mótinu fá hámarksforgjöf 32.
Mótsgjald er 7.500 kr og greiðist inná reikning 0370-22-045208 kt. 230781-3899.
Innifalið í mótsgjaldi er lokahóf 14. september og vegleg teiggjöf.
Sumarmótaröðin 2024 er í samstarfi við Garmin sem hefur vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.
- sæti – Garmin Approach S70 42mm að verðmæti kr. 124.900
- sæti – Garmin Venu 3s að verðmæti kr. 89.900
- sæti – Garmin Approach S42 að verðmæti kr. 56.900
Aðrir styrktaraðilar mótsins eru Ölgerðin, Kringlan, MiniGarðurinn, Advania, Nói Siríus og Kj. Kjartansson ehf. og Kavita
Leikið verður á eftirfarandi dagsetningum:
- 3.júní – Grafarholt
- 10.júní – Korpa
- 24.júní – Grafarholt
- 1.júlí – Korpa
- 15.júlí – Grafarholt
- 22.júlí – Korpa
- 6.ágúst (þriðjudagur) – Grafarholt
- 12.ágúst – Korpa