Sumarmótaröð GR kvenna hefst mánudaginn 5. júní

Sumarmótaröð GR kvenna hefst næsta mánudag, 5 júní á Korpunni.   Leiknar verða 8 umferðir og munu 4 bestu telja til SumarMeistara GR kvenna 2023 og því alls engin skylda að spila alla hringi, enn því fleiri hringir, því meiri möguleikar.  Um leið og hringir eru orðnir fleiri enn 4 þá byrja verstu hringir að detta út úr skorinu.

Sumarmótaröðin er punktakeppni og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin.  Einnig verða nándarverðlaun á völdum brautum og við munum líka draga vikulega úr skorkortum.    Næsta mánudag verða tvö skorkort dregin út. Annars vegar er um að ræða spil fyrir 2 hjá Keili og hinsvegar spil fyrir 2 á Hlíðarvelli. Aðeins þær sem skiluðu inn skorkorti og hafa greitt mótsgjald eiga möguleika á að vera dregnar út.

Konur skrá sig sjálfar í rástíma þessa daga, sem er gert 8 dögum fyrir mót og raðast þetta svona niður:

 • 5 júní – Korpa
 • 12 júní – Grafarholt
 • 19 júní – Korpa
 • 26 júní – Grafarholt
 • 10 júlí – Korpa
 • 17 júlí – Grafarholt
 • 24 júlí – Korpa
 • 31 júlí – Grafarholt


Leikfyrirkomulag:

 • Borga skráningargjald(þá ertu skráð til leiks)
 • Leika á réttum dögum og hafa ritara
 • Skila skorkorti rétt útfylltu í búðina samþykkta af ritara.

Mótsgjald fyrir alla átta hringina er kr. 6.000 og greiðist inn á reikning nr. 0370-22-045208 kt 230781-3899 (Guðrún Íris).  Innifalið í því er flott teiggjöf og lokahóf ásamt verðlaunum.   Greiða þarf áður enn mótið hefst og er það eina staðfestingin á að þið séuð skráðar í mótið. Skorið þeirra sem ekki hafa greitt verður ekki tekið gilt.

Við viljum biðla fallega til þeirra karla sem leika á mánudögum að sýna okkur tillitsemi og ef þeir mögulega geta spila þá þann völl sem er á móti okkur svo sem flestar fái rástíma.

Hlökkum til að sjá ykkur
Kvennanefnd GR