Sumarmótaröð GR kvenna og TA Sport Travel – úrslit úr 4. umferð

Fjórða umferð í sumarmótaröð GR kvenna og TA Sport Travel fór fram á Grafarholti síðasta mánudag og tóku 75 konur þátt. Flott veður og gott skor hjá mörgum. Núna hefur allt skor verið skráð inn og er hægt að sjá stöðuna hér

Best þennan mánudaginn var Guðlaug Sigurðardóttir á 41 punkti og á eftir henni kemur Kristi Jo Jóhannesdóttir með 39 punkta. Til hamingju með það stelpur.

Næsta holu í 4. umferð voru:

  • 2.braut – Guðrún Gunnarsdóttir 3,54m
  • 18.braut – Herdís Jónsdóttir 6,60m

Til hamingju stelpur, þið eigið inni nándarverðlaun í haust.

Hér er svo hægt að sjá stigalista Sumarmótaraðar en hann uppfærist í lok hverrar umferðar

Tvö skorkortaverðlaun voru dregin út þessa viku og þær sem unnu þau voru Dagný Erla Gunnarsdóttir- hringur fyrir 2 á Hlíðarvelli hjá GM og Vilborg Linda Indriðadóttir – Gullkort í Bása. Til hamingju stelpur, þið getið nálgast þessa vinninga upp á Korpu frá og með föstudeginum.

Við minnum konur á að í næstu viku er Meistaramótið og þá er engin sumarmótaröð en við hvetjum konur til að skrá sig til leiks í Meistaramóti, svo höldum við áfram með 5. umferð Sumarmótaraðar mánudaginn 10. júlí og verður sú umferð leikin á Korpu.

Kær kveðja,
Kvennanefnd GR