Sumarmótaröð GR kvenna og TA Sport Travel – úrslit

Kæru GR konur,

Þá eru úrslit í sumarmótaröð GR kvenna og TA Sport Travel  orðin ljós. Alls vour 141 konur sem tóku þátt sem er frábær þáttaka og hefur þetta verið mjög gaman og frábært skor sem er að koma inn.

Úrslit úr Sumarmótaröðinni raðast svona:

  1. sæti
    með 169 punkta úr 4 hringum er Hafdís Hafsteinsdóttir og fær hún í verðlaun 100.000 kr gjafabréf upp í golfferð hjá TA Sport.
  2. sæti
    með 159 punkta úr 4 hringum er Marólína Erlendsdóttir og fær hún í verðlaun 70.000 kr gjafabréf upp í golfferð hjá TA Sport.
  3. sæti
    með 157 punkta úr 4 hringum er Bjarndís Jónsdóttir og fær hún í verðlaun 50.000 kr gjafabréf upp í golfferð hjá TA Sport.

Óskum sigurvegurum til hamingju með þetta og verður formleg verðlaunaafhending 17 september þegar við höldum veglegt lokahóf. Eins verða þá afhend öll nándarverðlaun sem hafa komið í sumar, alls 16 verðlaun.

Við í kvennanefndinni þökkum TA Sport Travel kærlega fyrir styrkinn og stuðningin í mótinu í sumar og ykkur GR konur fyrir frábært mót. Nú tekur við 9 holu mótaröðin og hvetjum við allar til að taka þátt í því líka.

Heildar stigalisti kemur svo inn fljótlega og látum við vita þegar það er komið og hvar hægt er að sjá allt skor í mótinu.

Kvennanefnd GR