Sviptingar á Íslandsmóti – lokahringur leikinn á morgun

Frábærar aðstæður voru á Urriðavelli á þriðja keppnisdeginum þar sem að miklar sviptingar voru á meðal þeirra efstu í karlaflokki.

Hlynur Geir Hjartarson, GOS, er með fjögurra högga forskot á 10 höggum undir pari samtals. Hann hefur leikið hringina þrjá á 70-65-68.  Logi Sigurðsson, GS, er annar á 6 höggum undir pari vallar,  69-67-71. Aron Emil Gunnarsson, GOS, er í þriðja sæti fyrir lokahringinn á -5 líkt og Birgir Björn Magnússon, GK. Andri Þór Björnsson, GR, er á -4 samtals en hann var efstur fyrstu tvo keppnisdagana. Fjórir keppendur eru jafnir á -3 í fjórða sæti.

Í kvennaflokki er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, með tveggja högga forskot á 2 höggum undir pari samtals. Hún hefur leikið á 70-70-71. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, setti nýtt vallarmet á Urriðavelli í dag, 67 högg, og er hún á pari vallar samtals ( 70-76-67). Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er einnig á pari vallar ( 73-69-71). Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er á +1 samtals í fjórða sæti, (76-69-69).

Upplýsingar frá Íslandsmóti eru reglulega uppfærðar í frétt á vef Golfsambandsins