Þrír jafnir á 63 höggum í Opnunarmóti Grafarholts – úrslit

Grafarholtsvöllur tók vel á móti kylfingum þegar mætt var til leiks í morgun og var veðrið gott í allan dag þó að hitastigið hafi ekki verið hátt. Þrír voru jafnir á 63 höggum í Opnunarmóti Grafarholts sem leikið var í dag, það voru þeir Böðvar Bragi Pálsson, Dagbjartur Sigurbrandsson og Andri Þór Björnsson. Böðvar Bragi var bestur af þeim þremur á seinni níu og hlýtur verðlaun fyrir besta skor.

Úrslit í mótinu urðu þessi:

Punktakeppni:

Forgjöf 0 – 14
1.sæti: Jón Eysteinsson, 43 punktar
2.sæti: Daníel Orri Árnason, 43 punktar
3.sæti: Hjörtur Ingþórsson, 39 punktar (betri á seinni 9)

Forgjöf 14,1 – og hærra
1.sæti: Eyþór Sigurðsson, 41 punktur (betri á seinni 9)
2.sæti: Atli Þór Þorvaldsson, 41 punktur
3.sæti: Magnús Helgason, 40 punktar

Besta skor: Böðvar Bragi Pálsson, 63 högg

Nándarverðlaun:

2. braut Dagbjartur Sigurbrandsson 1,05m
6. braut Hermann Úlfarsson 1,63m
11. braut Tómas E. Hjaltested 2,605m
17. braut Jón Eysteinsson 3,10m
18. braut Karl Karlsson 1,37m

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur.

Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með þriðjudeginum 17. maí.

Golfklúbbur Reykjavíkur