Grafarholtsvöllur tók vel á móti kylfingum þegar mætt var til leiks í morgun og var veðrið gott í allan dag þó að hitastigið hafi ekki verið hátt. Þrír voru jafnir á 63 höggum í Opnunarmóti Grafarholts sem leikið var í dag, það voru þeir Böðvar Bragi Pálsson, Dagbjartur Sigurbrandsson og Andri Þór Björnsson. Böðvar Bragi var bestur af þeim þremur á seinni níu og hlýtur verðlaun fyrir besta skor.
Úrslit í mótinu urðu þessi:
Punktakeppni:
Forgjöf 0 – 14
1.sæti: Jón Eysteinsson, 43 punktar
2.sæti: Daníel Orri Árnason, 43 punktar
3.sæti: Hjörtur Ingþórsson, 39 punktar (betri á seinni 9)
Forgjöf 14,1 – og hærra
1.sæti: Eyþór Sigurðsson, 41 punktur (betri á seinni 9)
2.sæti: Atli Þór Þorvaldsson, 41 punktur
3.sæti: Magnús Helgason, 40 punktar
Besta skor: Böðvar Bragi Pálsson, 63 högg
Nándarverðlaun:
2. braut | Dagbjartur Sigurbrandsson | 1,05m |
6. braut | Hermann Úlfarsson | 1,63m |
11. braut | Tómas E. Hjaltested | 2,605m |
17. braut | Jón Eysteinsson | 3,10m |
18. braut | Karl Karlsson | 1,37m |
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur.
Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með þriðjudeginum 17. maí.
Golfklúbbur Reykjavíkur