ÞRÍR KYLFINGAR ÚR GR Á LEIÐINNI Á HEIMSMEISTARAMÓT

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsamband Íslands, hefur tilkynnt hvaða leikmenn skipa kvenna- og karlalandslið Íslands á Heimsmeistaramóti áhugakylfinga 2022.

Í íslensku landsliðunum eru sex kylfingar, þrjár konur og þrír karlar.

Landslið kvenna:
Andrea Björg Bergsdóttir, Hills GC
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR

Landslið karla:
Hákon Örn Magnússon, GR
Hlynur Bergsson, GKG
Sigurður Bjarki Blumenstein, GR

Þrír kylfingar af sex úr Golfklúbbi Reykjavíkur, vel gert hjá okkar fólki!

Við óskum keppendum góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með.

Golfklúbbur Reykjavíkur