Tilkynning frá stjórn – aðgengi og rástímar

Í upphafi sumars tilkynnti stjórn nýjungar í bókunum rástíma á völlum félagsins í sumar. Farið var úr 4ra daga bókunarfyrirvara í 8 daga, sem reynst hefur vel. Samhliða var öllum forskráningum hópa hætt og farið úr 8/9 mínútum í 8 mínútur á milli rástíma. Þetta var tillaga nefndar sem fjallaði m.a. um aðgengi að völlum.

Nú hefur reynsla komist á þessa uppsetningu og við teljum breytingar þörf. Frá og með 12. september mun Grafarholtsvöllur vera ræstur út á 9 mínútna fresti í stað 8. Korpan verður leikin sem 3x 9 holur frá og með 12. september og verður ræst þar út á 8/9 mínútna fresti.

Áfram verður unnið út frá þeirri reynslu sem hefur fengist sumarið 2022. Markmiðin eru að bjóða upp á eins marga rástíma og mögulegt er, en án þess að það bitni um of á leikhraða. Þessi mál verða til enn frekari skoðunar hjá stjórn á komandi vetri.

Athugið að til að bóka rástíma frá og með 12. september þurfa félagsmenn að velja:

  • Korpa Áin
  • Korpa Sjórinn
  • Korpa Landið
  • Grafarholt (kl. 8-22) 9 mínútur

Kveðja,
Stjórn GR