Um 190 manns tóku þátt í Opna FootJoy, sem leikið var á Grafarholtsvelli í dag, frídag verslunarmanna. Fínasta veður var í dag en byrjaði að rigna þegar líða tók á daginn. Ræst var út frá kl.8 til 15. Allir keppendur fengu glæsilega teiggjöf, GTX golfhanska. Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur kom inn á besta skori í karlaflokki, 68 höggum og Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili var á besta skori í kvennaflokki, 76 höggum.
Öll úrslit úr mótinu má sjá í mótskrá á Golfbox en helstu úrslit urðu þessi:
Punktakeppni karla:
- Magnús Jónsson 41 punktar
- Andri Þór Ingvarsson 40 punktar (fleiri punktar seinni 9)
- Magnús Bjarnason 40 punktar
Punktakeppni kvenna
- Guðrún Ýr Birgisdóttir 41 punktar
- Helga Þorvaldsdóttir 37 punktar (fleiri punktar seinni 9)
- Þorgerður Árnadóttir 37 punktar
Besta skor kk. Tómas Eiríksson Hjaltested 68 högg
Besta skor kvk. Anna Sólveig Snorradóttir 76 högg
Nándarverðlaun:
2.braut – Jón Kristbjörn Jónsson 84 cm
6.braut – Sara Jónsdóttir 53 cm
11.braut – Leifur Kristjánsson 182 cm
17.braut – Brynjar Þór Bragason 204 cm
Lengsta drive 3.braut – Böðvar Bragi Pálsson GR
Við þökkum keppendum kærlega fyrir daginn og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur í mótinu. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins eftir kl.13:00 frá og með þriðjudeginum 6. ágúst
Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við ÓJK-ÍSAM ehf. og FJ