Tómas Eiríksson Hjaltested, GR og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS eru stigameistarar 2025 á GSÍ mótaröðinni.
Þetta er í fyrsta skiptið sem þau hreppa stigameistaratitilinn, en þau léku bæði frábærlega á tímabilinu.
Tómas lék í öllum sex mótum mótaraðarinnar og endaði með 2.595 stig. Einstakur stöðugleiki og góð spilamennska einkenndi sumar Tómasar, sem hafði verið í efstu fimm sætunum í öllum mótum fram að Íslandsmóti. Hann hafnaði í þrisvar í öðru sæti, í Vormóti GM, Vormóti GÞ og í Korpubikarnum. Hann varð þriðji í Íslandsmótinu í holukeppni og fimmti í Hvaleyrarbikarnum. Tómas endaði í 22. sæti Íslandsmótsins í golfi, en hafði svo gott sem tryggt sér titilinn fyrir mót.
Hér má sjá nokkrar myndir af Tómasi í sumar.
Lokastaðan á GSÍ mótaröðinni 2025 í karlaflokki:
Lokastaðan á GSÍ mótaröðinni 2025 í kvennaflokki:
Fyrst var keppt um stigameistaratitla í kvenna – og karlaflokki á Íslandi árið 1989.
Ragnhildur Sigurðardóttir er með flesta stigameistaratitla í kvennaflokki eða alls 9. Í karlaflokki eru Keilismennirnir Axel Bósson og Björgvin Sigurbergsson með flesta titla, en þeir hafa fagnað þessum titli fjórum sinnum hvor um sig.