Trackman Bullseye Championship í Básum 10. – 31. október

Dagana 10. – 31. október verður hægt að taka þátt í Trackman Bullseye Championship í Básum og öllum æfingassvæðum sem nota Trackman Range, hvar sem er í heiminum.

Til þess að taka þátt mætir þú einfaldlega í Bása og gerir eftirfarandi:

  • Verslar boltafötu og kemur þér fyrir á bás
  • Tengist Trackman appinu í gegnum símann
  • Velur Bullseye Championship
  • Í hverri umferð fær hver leikmaður þrjár umferðir með þremur höggum
  • Miðar á skotmark og reynir að skora eins mörg stig og þú getur
  • Endanlegt skor ræðst af meðalfjarlægð frá skotmarki – stigatafla birtist í Trackman appinu
  • Þú getur spilað eins oft og þú vilt en besta skorið gildir til úrslita

 

 

ATH! Til þess að geta tekið þátt þarf að vera með nýjustu útgáfu (2,9) af TrackMan appinu 

Verðlaun verða veitt á öllum þeim stöðum sem ná 10 eða fleiri þátttakendum á tímabilinu:

  1. sæti – Shot Scope V3 GPS úr
  2. sæti – Shot Scope gjafabréf að verðmæti 100 dollara
  3. sæti – Shot Scope gjafabréf að verðmæti 50 dollara

Fimm efstu á hverjum stað fá einnig Trackman töskumerki á golfpokann.

Frekari upplýsingar um Bullseye Championship og opinberar reglur má sjá hér TrackManTournaments.com