Trackman mót GR kvenna – úrslit

Úrslit liggja nú fyrir í fyrsta Trackman Golfmóti GR Kvenna sem haldið var í samstarfi við Golfhöllina dagana 1. – 15. mars 2023. Alls tóku 38 konur þátt í mótinu en spilaðar voru 18 holur á Grafarholtsvelli.

Í 1. – 2. sæti voru jafnar þær Auður Arna Arnardóttir og Guðrún Ýr Birgisdóttir með alls 39 punkta. Í 3. sæti var Þórkatla Aðalsteinsdóttir með 38 punkta. Einnig voru veitt verðlaun fyrir að vera næst holu á 2. braut en það var Þórunn Elfa Bjarkadóttir sem var 4,5 m frá holu, og lengsta upphafshögg á 15. braut sem Kristín Elfa Ingólfsdóttir átti, alls 190,2 m. Vinningshafarnir voru leystir út með gjafabréfum frá Golfhöllinni. Á myndinni má sjá Margréti Þorvaldsdóttur og David Kolev, golfkennara hjá Golfhöllinni, afhenda þeim Auði Örnu og Guðrúnu Ýri verðlaunin.

Við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum öllum þeim sem tóku þátt í þessu fyrsta Trackman móti GR Kvenna kærlega fyrir þátttökuna.

Við hlökkum svo til að endurtaka leikinn í haust.

Kvennanefnd GR