TrackMan vetraræfingar í Básum

Nú þegar golfsumrinu er að ljúka er nauðsynlegt að missa ekki dampinn og halda sér við efnið í gegnum vetrarmánuðina. Margeir Vilhjálmsson PGA golfkennari býður kylfingum uppá vikulegar vetraræfingar í Básum í október, nóvember og desember.

Í Básum er að finna innrauða hitara af fullkomnustu gerð sem og Trackman Range golfhermana. Það ætti því engum að verða kalt við æfingar.

Veturinn er kjörinn til þess að vinna í tækniatriðum og bætingum á sveiflunni. Notast verður við Trackman Range kerfið í Básum. Þátttakendur fá sendar nýjar æfingar og verkefni vikulega, bæði tækni og styrktaræfingar sem hægt er að nýta sér bæði heima og í líkamsræktinni.

Æft verður á mánudögum og/eða miðvikudögum frá 9. október til 13. desember. Sex æfingatímar verða undir eftirliti kennara. Aðrir æfingatímar frjálsir. Þátttakendum er heimilt að mæta eins marga æfingatíma og þeir vilja/geta.

Æfingatímar:

  • Mánudaga 17:30-19:00
  • Miðvikudaga 17:30-19:00

Skráning á vetraræfingar fer fram hér

  • Almennt verð: 25.000
  • Verð fyrir félagsmenn í GR: 20.000