Í vikunni fór fram golfmót unglinga fyrir 15-18 ára á glæsilegu golfvelli Golfklúbbsins á Flúðum. Mótið var hluti af unglingamótaröð Golfsambands Íslands og tók fjöldi efnilegra kylfinga þátt víðs vegar af landinu. Alls voru 71 keppandi sem að tók þátt í mótinu frá 11 golfklúbbum.
Golfklúbbur Reykjavíkur var með ellefu keppendur, fimm keppendur í stelpuflokki og ein í stúlknaflokki, þrír keppendur voru í drengjaflokki og tveir í piltaflokki.
Keppendur voru í mismunandi aldursflokkum, 15-16 ára og 17-18 ára. Kylfingar sýndu góða takta og góða keppnisfærni við erfiðar aðstæður. Það rigndi mikið á Flúðum þessa daga og var einum hring aflýst vegna veðurs.
Hér eru helstu úrslit frá mótinu https://www.golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/5204650/leaderboard
Bestum árangri GR kylfinga 15-16 ára stelpur náði Margrét Jóna Eysteinsdóttir í 7. sæti, í flokki 17-18 ára stúlkna varð Þóra Sigríður Sveinsdóttir í 3. sæti,
Í flokki 15-16 ára drengir varð Sebastian Blær Ómarsson í 6.-8. sæti, og í flokki 17- 18 ára pilta varð Sigurður Helgi Hlöðversson í 11. sæti
Foreldrar, þjálfarar og aðstandendur fylgdust með af áhuga og stemningin á svæðinu var einstaklega góð.
Golfmót sem þessi eru mikilvægur vettvangur fyrir ungt golfáhugafólk til að þróa sig áfram í íþróttinni, keppa við jafningja og öðlast dýrmæta reynslu.
GR óskar öllum keppendum til hamingju með flottan árangur og hlökkum til að fylgjast með þeim vaxa og dafna í framtíðinni!
Næstu verkefni hjá okkar yngri kylfingum eru Íslandsmótin í höggleik um miðjan ágúst.