Ef þú þarft kvittun fyrir félagsgjaldi síðastliðins tímabils eða núverandi tímabils hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, þá geturðu auðveldlega sótt hana í XPS félagakerfi GR.
Svona sækirðu kvittun:
Farðu á xpsclubs.is/login og skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum.
Veldu Golfklúbbur Reykjavíkur.
Smelltu á nafnið þitt efst í hægra horni, veldu „Mínar hreyfingar“.
Smelltu á krossinn lengst til vinstri og veldu „Skoða kvittun“.
Veldu hvort þú vilt fá kvittun í tölvupósti eða sækja PDF og prenta út.
Ef þú þarft aðstoð, hafðu samband við skrifstofu GR á gr@grgolf.is