Vetrarnámskeið í golfi komin á dagskrá hjá Arnari Snæ

Arnar Snær Hákonarson PGA golfkennari mun bjóða upp golfnámskeið í vetur fyrir byrjendur og lengra komna – byrjendanámskeið, einkaþjálfun og vetrarþjálfun komin á dagkrá. Upplýsingar um námsskeiðin má sjá hér:

NÝ GLÆSILEG BYRJENDANÁMSKEIÐ
Ný glæsileg byrjendanámskeið. Tilvalið fyrir þá sem eru að taka sín fystu skref í íþróttinni. Innifalið í verðinu er svo 30 mín einkatími í stuttaspili þar sem farið verður yfir grunnatriði í púttum og vippum  sem hægt er að nota fyrir 1.júli 2023.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér fyrir neðan.

Byrjendanámskeið 1
Námskeiðið er kennt á mánudögum kl 18:00-19:00. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið mánudaginn 23.janúar í Básum, Grafarholti

23.jan:     Básar
30.jan:     Básar
6.feb:       Básar
13.feb:     Básar
20.feb:     Básar

Byrjendanámskeið 2
Námskeiðið er kennt á miðvikudögum kl 19:00-20:00. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið miðvikudaginn 25.janúar í Básum, Grafarholti

25.jan:     Básar
1.feb:       Básar
8.feb:       Básar
15.feb:     Básar
22.feb:     Básar

Verð pr. námskeið er kr.  25.000 (Boltar ekki innifaldir)

Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru 4 kylfingar. Kennari er Arnar Snær Hákonarsson PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is

EINKAÞJÁLFUN Í GOLFI VETURINN 2023
Arnar Snær Hákonarson PGA golfkennari mun bjóða upp á einkaþjálfun í golfi fyrir einstaklinga og pör yfir vetratímann. Kennsla fer fram í Básum, Grafarholti (Möguleiki er einnig á kennslu í hermi sem kostar aukalega ef þið viljið fá nánari upplýsingar um það látið mig vita).

Hvernig virkar kennslan?

 • Fastir tímar aðra hverja viku frá 1.jan 2023
 • Fyrir hverja er þetta?
 • Alla sem vilja æfa sig markvíst með kennara yfir veturinn
 • Þá sem hafa áhuga á að læra meira inn á sveifluna sína og tækni í golfi
 • Þá sem vilja fá meiri gæði í æfingar og ná betri árangri á vellinum

Tveir æfingarpakkar eru í boði:

Bíbí (Einstaklings)

 • 8 x 30 mín einkatímar með kennara
 • Fastir tímar aðra hverja viku frá 1.jan 2023
 • Vídeógreining
 • Æfingarplan

Verð kr. 48.000 (fullt verð kr. 60.000)

Örn (Para/2saman)

 • 8 x 60 mín einkatímar með kennara
 • Fastir tímar aðra hverja viku frá 1.jan 2023
 • Vídeógreining
 • Æfingarplan

Verð kr. 96.000 kr (fullt verð kr. 120.000)

Athugið takmarkað magn er af tímum, fyrstur kemur fyrstur fær. Ekki bíða – tryggðu þér tíma strax!
Skráning og nánari upplýsingar fer fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is eða í 6593200

 

VETRARÞJÁLFUN 2023
Arnar Snær Hákonarson mun bjóða upp á vetrarþjálfun í golfi. Markmiðið er að nýta veturinn til að ná  betri tökum á golftækninni. Æfingarnar fara fram í Básum, Grafarholti.

Hvert námskeið stendur yfir í 8 vikur og hefjast fyrstu námskeiðin mánudaginn 16.janúar.

 • Eftirfarandi atriði verða tekin fyrir:
 • Hvernig við náum meiri stöðuleika í golfi
 • Læra að þekkja styrkleikana í okkar leik og vinna markvíst að bæta veikleikana
 • Boltaflug hvernig sláum við boltann frá hægri til vinstri(draw) og vinstri til hægri(fade)
 • Aukin högglengd meiri kylfuhraði
 • Markmiðsetning fyrir kylfinga á öllum getu stigum
 • Leikskipulag og markvissar æfingar til að vinna eftir

Vetrarþjálfun er fyrir alla kylfinga í öllum klúbbum hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn þá er þetta besta leiðinn til að ná betri tökum á leiknum.

Hópur 1   Mánudagar 18:30-19:00 (fyrsti tími 16. jan)
Hópur 2 Mánudagar 19:30-20:00 (fyrsti tími 16. jan)
Hópur 3 Þriðjudagar 19:00-19:30 (fyrsti tími 17. jan)
Hópur 4 Fimmtudagar 18:00-18:30 (fyrsti tími 19. jan)
Hópur 5 Fimmtudagar 18:30-19:00 (fyrsti tími 19. jan)

Verð pr. námskeið er kr. 20.000 og fer skráning fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is
*Greitt er við skráningu