Eldri kylfingar félagsins hafa verið iðnir við að halda golfiðkun sinni gangandi, sama hvað árstíðunum líður. Vetrarstarfið hófst formlega í síðustu viku þar sem fyrsta bingó vetrarins var haldið við góðar undirtektir. Bingó viðburður er haldinn einu sinni í mánuði og verður næst haldið föstudaginn 22. nóvember.
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga er svo fjölmennt í pútt á efri hæð Korpunnar og hvetjum við alla til að mæta og eiga saman góða stund. Venjan er að mætt sé um kl. 10:00 og er alltaf heitt á könnunni að pútti loknu.
Hlökkum til að sjá ykkur fjölmenna í vetur!
Golfklúbbur Reykjavíkur