Nú er komin sá tími ársins þar sem huga þarf að vetrarundirbúningi. Loka þarf salernisaðstöðu á Korpu þar sem hleypa þarf vatni af kerfum fyrir veturinn og koma þannig í veg fyrir frostskemmdir. Salernisaðstaða við 10. teig Grafarholtsvallar er áfram opin.
Á næstunni verður svo farið í almennar viðhaldsaðgerðir á flötum í formi götunar og söndunar og verður tekið út af flötunum á meðan starfsmenn eru að vinna vinnuna.
Við minnum á að Thorsvöllur er opinn fyrir leik allt árið og sömuleiðis hægt að mæta í hlýjuna í Básum þar sem hægt er að notast við Trackman tækni við æfingar og leik.
Að lokum biðjum við félagsmenn að sýna varkárni í umgengni valla og virða þær lokanir sem settar eru á vegna frosts þegar svo er.
Haustkveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur