Ásgerður Sverrisdóttir, læknir, er látin. Golfklúbbur Reykjavíkur kveður eftirminnilega konu og einstakan afreksmann. Ásgerður var góður fulltrúi alls þess sem klúbburinn okkar stendur fyrir. Í erfiðu starfi var hún vel metin og umtöluð fyrir vandvirkni og hlýju. Hún var glæsileg á golfvellinum og þar birtist keppnisskapið og viljastyrkurinn. Hún uppskar tvo Íslandsmeistaratitla í kvennaflokki, árin 1983 og 1984, og var árum saman í íslenska landsliðinu. Þá vann hún marga titla innan GR auk titla í sveitakeppnum.
Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar Ásgerði fyrir hennar þátt í að ryðja kvennagolfinu braut og vottar eiginmanni hennar og fjölskyldu samúð