Viðhorfskönnun GR 2022

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur sett sér markmið um að eiga aukin samskipti við félagsmenn. Það er gríðarlega mikilvægt að við ákvarðanir og stefnumótun næstu ára sé tekið mið af skoðunum þeirra.

Viðhorfskönnun GR 2022 er nú komin í loftið og hefur verið send út bæði með markpósti og einnig í skilaboðum á Golfbox. Könnunin verður opin frá 7. – 21. febrúar og þætti okkur vænt um að félagsmenn gæfu sér tíma til þátttöku.

Til að taka þátt smellið hér – Viðhorfskönnun GR 2022

Með fyrirfram þökkum,
Golfklúbbur Reykjavíkur