Viðhorfskönnun GR 2023

Á þessum tíma á síðasta ári gerðum við hjá Golfklúbbi Reykjavíkur viðhorfskönnun meðal meðlima klúbbsins. Þessi könnun hefur verið okkur, sem stjórnum klúbbnum, uppspretta hugmynda og ákvarðana sem snúa að öllum þáttum starfsemi okkar. Það hefur verið ómetanlegt að fá viðhorfin beint í æð og hefur komið að miklu gagni við alla ákvarðanatöku.

Eins og fram hefur komið í fréttum úr starfseminni síðasta árið er mikil uppbygging fyrirhuguð á næstu árum, töluverðum fjárfestingum og aukinni þjónustu. Okkur sem störfum fyrir klúbbinn er mikill greiði gerður, ef meðlimirnir hjálpa okkur að fylgjast með viðhorfi þeirra til almennrar þjónustu og uppbyggingar næstu árin.  Í fyrra tóku um 33% félagsmanna þátt í könnuninni.  Því meiri þátttaka, því áreiðanlegri verða niðurstöðurnar.

Meðfylgjandi er hlekkur á könnunina og biðjum við þig um að svara henni við fyrsta tækifæri, þannig að það gleymist ekki.  Könnunin verður opin til föstudagsins 10. febrúar nk. kl. 12:00.

Viðhorfskönnun GR 2023

Kveðja

Stjórn og starfsfólk GR