Vilt þú slást í hóp eftirlitsmanna í sumar?

Við leitum eftir stundvísum, glaðlyndum og samviskusömum einstaklingum sem eru ábyrgðarfullir og búa yfir ríkri þjónustulund ásamt hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Auglýsum eftir fólki til starfa á báða velli félagsins, bæði fullt starf og hlutastarf í boði. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Kostur er ef umsækjendur hafa einhverja þekkingu á golfíþróttinni þó ekki sé gerð krafa um það.

 

Umsóknir skulu berast á netfangið sigridur@grgolf.is fyrir miðvikudaginn 19. mars næstkomandi, merkt “GR-eftirlit”.

 

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Golfklúbbur Reykjavíkur