Vinavöllur GR í Englandi, Carden Park – ferðir í samstarfi við Icelandair VITA

Félagsmönnum GR býðst að heimsækja vinavallakost klúbbsins í Englandi á afmælisári, svæðið heitir Carden Park og býður upp á tvo frábæra golfvelli – Chesire Golf Course og Nicklaus Golf Course. Boðið er upp á ferðir og gistingu í samstarfi við Icelandair VITA og er opið fyrir sölu í ferðir á tímabilinu júní til október.

Carden Park Hotel, Golf Resort og Spa er staðsett í 1000 hektara sveit Chesire og býður einnig upp á nútíma heilsulind og lúxusherbergi með fallegu útsýni. Svæðið er í 45 mínútna akstursfjarlægð frá Manchester flugvelli.

Sjá vefsíðu Carden Park hér

Boðið verður upp á eftirfarandi pakkatilboð til félagsmanna:

 • Beint flug til Manchester, val um 3 eða 4 nætur og 4 eða 6 golfhringir, hálft fæði
 • Gisting á Carden Park – Chesire‘s Country Estate
 • Morgunverður og kvöldverður á hinum verðlaunaða Redmond‘s veitingastað
 • 4 nætur, 6 golfhringir innihalda:
  – 54 holur á Championship Nicklaus Course
  – 54 holur á Championship Chesire Course
 • 3 nætur, 4 golfhringir innihalda:
  – 36 holur á Championship Nicklaus Course
  – 36 holur á Championship Chesire Course

Verð frá kr. 144.900 á mannopið er fyrir bókanir á meðfylgjandi hlekk https://www.icelandair.com/is/pakkaferdir/carden-park/

Frábært tækifæri fyrir félagsmenn til að heimsækja þetta flotta svæði og hita upp fyrir golfsumarið!

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Icelandair VITA