Vinkonumót GR og Keilis verður leikið í júní á eftirfarandi dagsetningum:
- 11.júní – Grafarholt. Rástímar milli 9-14
- 19.júní – Hvaleyrin. Rástímar milli 10-15
Sami rástími báða hringi nema á seinni hring færist hann aftur um klukkutíma, ef þú ert kl. 10 í Grafarholti ertu kl. 11 á Hvaleyrinni.
Lokahóf verður hjá Keili eftir hringinn þann 19. Júní kl. 19:30 – nánar auglýst síðar.
Mótsgjald 4.000 kr. Keiliskonur greiða í Grafarholtinu og GR konur greiða á Hvaleyrinni
Skráning hefst í mótaskrá á Golfbox þriðjudaginn 4. júní kl. 10:00.
Verðlaun veitt fyrir bestu samanlögðu punkta á báðum völlum. 1. 2. og 3. sæti. Einnig eru veitt verðlaun fyrir næst holu á 2 brautum og lengsta drive á einni braut á báðum völlum.
Styrktaraðilar mótsins eru Snyrtistofan Garðatorgi sem gefur Ultra Sound meðferð á háls og andlit, MiniGarðurinn gefur minigolf fyrir 4, Helvítis kokkurinn gefur 4 chilltisultur og beikonsultu og Kj. Kjartansson gefur Salvatore Ferragamo ilmvatn og bodylotion.
Hlökkum til að mæta vinkonum okkar í Keili.