Vinkvennamót GR & GKG: seinna mótið leikið í Leirdal á þriðjudag – skráning hafin

Sælar stelpur,

Nú er skráning hafin í seinni umferð Vinkvennamóts GR & GKG sem leikið verður hjá vinkonum okkar í Leirdalnum þriðjudaginn 23. Ágúst

Sameiginlegt lokahóf og verðlaunaafhending fyrir bæði mótin verður síðan haldið um kvöldið kl. 20:30 eða um leið og síðasta hollið kemur í hús.

Tilboð verða á veitingum í klúbbhúsi:

  • Ostborgari með frönskum 1.900 kr.
  • Cesar salat 2.300 kr.
  • Fiskur dagsins 2.500 kr.
  • Stór bjór 1.000 kr.
  • Léttvín 1.150 kr.
  • Gos 390 kr.

Skráning fer fram í mótaskrá Golfbox hjá GKG og fer greiðsla fram við skráningu – GR konur greiða kr. 3.500 og GKG konur greiða kr. 1.500. ATH: Gjaldið fæst ekki endurgreitt ef afskráning er með minna en sólahrings fyrirvara.

Smelltu hér til að skrá þig

Vonumst til að sjá ykkur fjölmenna í Leirdalinn á þriðjudag!

Kvennanefndir GKG og GR