Ákvörðun hefur verið tekin um að loka völlum félagsins, Grafarholti og öllum lykkjum Korpu, formlega fyrir veturinn. Kalt hefur verið í veðri undanfarna daga og vikur, frost nær allt að 15cm niður í jörðu á sumum stöðum vallanna og sjá vallarstarfsmenn sér því ekki fært um að halda þeim áfram opnum fyrir leik.
Við minnum á að Thorsvöllur er opinn allt árið og sömuleiðis hægt að mæta í hlýjuna í nýjum og endurbættum Básum þar sem hægt er að notast við Trackman tækni við æfingar og leik. Inniæfingaaðstaða Korpunnar er einnig opin yfir vetrartímann og er hægt að sjá opnunartíma hér – Inniæfingaaðstaða
Við þökkum félagsmönnum fyrir gott golftímabil og hlökkum til að sjá ykkur í vetrarstarfi félagsins. Hvetjum ykkur til að fylgjast með fréttum um það sem er á döfinni hér á vef félagsins.
Kveðja,
Stjórn og starfsfólk GR