Vormót 66°Norður og GR kvenna

Við erum stoltar að tilkynna að aðal styrktaraðili vormóts GR kvenna í ár er 66°Norður. Í tengslum við vormótið ætlar 66°Norður að bjóða GR konum til viðburðar en nánari upplýsingar koma um það síðar í vikunni.

Við höfum einnig verið gríðarlega heppnar og mörg önnur flott fyrirtæki hafa verið tilbúin að styrkja okkur í ár með öðrum verðlaunum, teiggjöfum og skorkortaverðlaunum. Við erum afar þakklátar fyrir það.

Hlekkur á skráningu hér

Verðlaun fyrir 1,-3. sæti í punktakeppni og 1. sæti í höggleik eru gefin af 66°Norður.

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum 
3. braut – 10.000 kr. gjafabréf í Kringluna
8. braut – Gjafabréf í Minigolf fyrir 4 hjá MiniGarðinum
14. braut – Golfkennsla hjá Margeir golfkennara
18. braut – Hárvöru gjafasett frá Maria Nilla – Regaló fagmenn

Lengsta drive
4. braut – Glaðningur frá Noz ehf

Dregið verður um 8 skorkortaverðlaun:

  • Gjafapokar með ýmsu nytsamlegur frá Þarfaþing verktökum
  • Gjafabréf í Minigolf fyrir 4 hjá MiniGarðinum
  • Gjafapokar með Dr. Hauska snyrtivörum og Iceherb vítamíni
  • Salvatore Ferragamo ilmsett frá Kj. Kjartsson ehf.

Teiggjöfin er vegleg en í henni er tí poki merktur GR konum, Wilkinson dömurakvél, Dr.Hauschka prufur, drykkur frá Ölgerðinni og Panda lakkrís frá Nóa Siríus.

Við hlökkum til vormótsins og vonumst til að GR konur fylli öll hollin.

Kvennanefnd GR