Vormót GR kvenna og Sumarmótaröðin – dagsetningar

Búið er að raða niður dagsetningum fyrir sumarmótaröðinni okkar. Við erum með 6 golfdaga og gilda 3 bestu hringir í mótinu. Allar ættu þá að ná að spila amk einhverja 3 hringi af þessum dögum. Við höldum okkur við mánudaga eins og í fyrra og spilum í hverri viku nema það kemur frídagur annan í Hvítasunnu og þegar Meistaramót GR fer fram. Byrjum í Grafarholti og endum á Korpunni og um kvöldið þann dag verður haldið lokahóf upp á 2 hæð í Korpu.

Dagsetningarnar eru þessar:

  • 30 maí – Holtið
  • 13 júní – Korpa
  • 20 júní – Holtið
  • 27 júní – Korpa
  • 11 júlí – Holtið
  • 18 júlí – Korpa

Reglurnar eru eins og áður. Þið getið spilað hvenær sem er yfir daginn enn þurfið að spila með einhverjum sem getur kvittað upp á kortið ykkar og þið passið að láta vita áður en þið hefjið leik að þið séuð að spila í móti.

Við verðum með fuglakassanna okkar í sumar eins og í fyrra. Einn kassi á hvorum velli svo ef þið fáið fugl(a) þá skrái þið hann/þá niður á blað sem verður til staðar í afgreiðslunum, skráið á hvaða velli, braut og skriftið nafn og golfnúmerið. Eingöngu 1 blað fyrir hvern hring. Blöðin fara svo í kassann og í lok sumars drögum við út 5 fugla fyrir hvern mánuð, júní, júlí og ágúst. Þetta byrjar því 1 júní.

Vinnkvennamót GR og GKG og Ömmumótið verða auglýst síðar.

Haustmót GR kvenna verður svo haldið í byrjun september, nánar auglýst síðar.

 

Með von um frábært golfsumar og mikla gleði, gott golf og æðislegt veður,

Kvennanefnd GR