Customize Consent Preferences

Þessi vefur nýtir sér vafrakökur (e. web cookies) til að bæta virkni hans og hjálpa stjórnendum vefsins að greina notkun hans.

Það er stefna Golfklúbbur Reykjavíkur að nota vafrakökur með ábyrgum hætti.

Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við persónuverndarlög.... 

Always Active

Necessary cookies are required to enable the basic features of this site, such as providing secure log-in or adjusting your consent preferences. These cookies do not store any personally identifiable data.

No cookies to display.

Functional cookies help perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collecting feedback, and other third-party features.

No cookies to display.

Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics such as the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.

No cookies to display.

Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.

No cookies to display.

Advertisement cookies are used to provide visitors with customized advertisements based on the pages you visited previously and to analyze the effectiveness of the ad campaigns.

No cookies to display.

Golfleikjaskóli GR

Golfleikjaskóli GR eru námskeið sem starfrækt eru yfir sumartímann og eru hugsuð fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og langar til að læra að leika golf.

Námskeiðin fara fram á æfingasvæði GR í Grafarholti – Básum. Öllum er heimilt að taka þátt hvort sem viðkomandi er félagi í golfklúbbi eða ekki. Hægt er að fá lánaðan allan útbúnað í skólanum á skólatíma. Markmið skólans er að fyrstu kynni af íþróttinni eru jákvæð þar sem grunnatriði leiksins eru höfð að leiðarljósi ásamt því að hafa gaman í skemmtilegum hópi.

Farið er í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga gjarnarn í formi þrauta og leikja. Að auki er kennt og prófað að leika nokkrar golfbrautir á golfvelli og áhrelsa er á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir nemendum.

Eftir að hafa lokið námskeiði stíga krakkarnir mörg hver inn í starfið hjá klúbbnum og fara að stunda reglubundnar æfingar allt árið um kring.

Innihald námskeiða

Innifalið í Golfleikjaskóla GR 

  • Aðgangur að Grafarkotsvelli sumarið 2025
  • Aðgangur að Thorsvelli sumarið 2025
  • Boltakort í Básum
  • Gjaldfrjáls aðgangur að almennum æfingum til 1. sept. 2025
  • Viðurkenningarskjal í lok námskeiðs

 

Verð pr. fjögurra daga námskeið kr. 21.990.-

Verð pr. fimm daga námskeið 27.590.- 

Smellið hér til að skrá barn á námskeið

Námskeið í boði

Golfleikjaskóli 2025 verður í boði á þessum dagsetningum í sumar:

Námskeið 1 10. – 13. júní (þri-fös)
Námskeið 2 16. – 20. júní (frí 17. júní
Námskeið 3 30. júní – 4. júlí (mán-fös)
Námskeið 4 14. – 18. júlí (mán-fös)
Námskeið 5 21. – 25. júlí (mán-fös)
Námskeið 6 28. júlí – 1. ágúst (mán-fös)
Námskeið 7 5. – 8. ágúst (þri-fös)
Námskeið 8 11. – 14. ágúst (mán-fim)

 

Dagskrá:
Námskeiðin hefjast klukkan 9:00 alla morgna og standa til klukkan 12:00. Kennsla fer fram í Grafarholti (Básum). Þátttakendur eru beðnir um að koma klædd eftir veðri og hafa með aukafatnað, viðbúin öllu. Einnig er æskilegt að hafa með sér hollt nesti og drykk.

 

Skipulag:
Hér fyrir neðan má sjá dæmigerðan dag í Golfleikjaskóla GR, með fyrirvara um breytingar.

kl. 9:00 – 9:10 Tekið á móti nemendum, lesið upp og skipt í hópa fyrir daginn.
kl. 9:10 – 9:50 Hópavinna – þema 1
kl. 9:50 – 10:20 Hópavinna – þema 2
kl. 10:20 – 10:40 Nesti
kl. 10:40 – 11:10 Hópavinna – þema 3
kl. 11:10 – 11:45 Hópavinna – þema 4
kl. 11:45 – 12:00 Leikir, frágangur og nemendur kvaddir í lok dags

 

Starfsemenn Golfleikjaskóla GR eru keppnis- og meistaraflokkskylfingar hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á aldrinum 15-25 ára. Allir starfsmenn skólans hafa fengið fræðslu, þjálfun og kennslu með skipulag fyrir Golfleikjaskólann.

Yfirumsjón með Golfleikjaskólanum hefur Karl Ómar Karlsson, íþróttastjóri GR og hægt er að senda honum tölvupóst á netfangið karl@grgolf.is

Hlökkum til að sjá ykkur!

Markmið

  • Að kynnast golfi og hvaða gildi golfið getur kennt þér
  • Að bæta einbeitinguna með því að hlusta vel á kennarann
  • Að læra að taka tillit til annarra
  • Að læra að vera jákvæður og hvetja aðra og sjálfan þig
  • Að læra að setja sér markmið og ná þeim
  • Að læra að spila golf og telja höggin

Grunntækni í járnahöggum og trékylfum, púttum og vippum. Mesta áherslan verður lögð á gripið, boltastöðuna, rétta uppstillingu og grunnhreyfingar sveiflnanna.

Í námskeiðinu okkar munum við fara yfir helstu kurteisisreglur og börnin munu læra að taka tillit til annarra og trufla ekki eða tala á meðan aðrir eru að slá.