Korpúlfsstaðavöllur

Um völlinn

Korpúlfsstaðavöllur er gríðarlega skemmtilegur golfvöllur sem er vafinn í kringum íbúðahverfi í Grafarvogi.

Völlurinn er 27 holur og skiptist í Sjóinn, Ána og Landið. Er þessum þremur völlum raðað mismunandi eftir dögum svo hægt er alla daga að spila ýmist 18 eða 9 holur.

 

Upplýsingar

18 holur:

Fullt gjald: kr. 16.500

Afsláttargjald fyrir kl. 14:00, virka daga: kr. 12.375
Öldungar 67 ára og eldri, fyrir kl. 14:00, virka daga: kr. 8.250
Unglingar 18 ára og yngri, fyrir kl. 14:00, virka daga: kr. 8.250

 

9 holur:

Fullt gjald: 8.250 kr.

Afsláttargjald fyrir kl. 14:00, virka daga: kr. 6.190
Öldungar 67 ára og eldri, fyrir kl. 14:00, virka daga: kr. 6.190
Unglingar 18 ára og yngri, fyrir kl. 14:00, virka daga: kr. 6.190

 

Félagsmönnum GR er heimilt að taka með sér gest á völlinn og fá fyrir hann 50% afslátt af fullu vallargjaldi, 70% afsláttur er veittur af vallargjaldi séu börn á aldrinum 6-18 ára í fylgd með félagsmanni GR og verður vallargjald þá kr. 4.950. Afsláttur þessir gildir fyrir kl. 14:00 á virkum dögum og eftir kl. 14:00 um helgar.

 

Leiga á búnaði

Golfbíll  kr. 9350
Golfsett  kr. 7.450
Golfkerra  kr. 2.000

 

Vallarmat & vægi:
Vallarmat og vægi Korpa 2024

Forgjafartöflur 9 holur:
GR – Korpa Sjórinn – Vallarforgjöf
GR – Korpa Áin – Vallarforgjöf
GR – Korpa Landið – Vallarforgjöf

Forgjafatöflur 18 holur:
GR – Korpa Sjórinn-Áin – Vallarforgjöf
GR – Korpa Áin-Landið – Vallarforgjöf
GR – Korpa Sjórinn-Landið – Vallarforgjöf
GR – Korpa Landið-Áin – Vallarforgjöf


Staðarreglur:

GR – Staðarreglur – Korpa 2025
GR – Auka staðarreglur – Korpa 2025

Stella Artois keppnisskilmálar

Skorkort Korpa 2025

 

Brautir

Flyover myndband

Flyover myndband

Brautarlýsing

Þægileg opnunarhola með stórt og mikið lendingarsvæði fyrir teighöggið. Verkefnið hér að er að staðsetja annað höggið vel til að eiga góðan möguleika að nálgast pinnann í inn á högginu. Flötin hallar öll frá innáhögginu og því betra að spila stutt á pinnann og ná tveimur öruggum púttum í holu.

Glæsilegt útsýni yfir Úlfarsfell og ánna af flötinni.

Braut yfirlit

Myndir

Vellir GR