Með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum og samþykkir notkunarskilmála okkar. Meira
Þessi vefur nýtir sér vafrakökur (e. web cookies) til að bæta virkni hans og hjálpa stjórnendum vefsins að greina notkun hans.
Það er stefna Golfklúbbur Reykjavíkur að nota vafrakökur með ábyrgum hætti.
Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við persónuverndarlög....
Necessary cookies are required to enable the basic features of this site, such as providing secure log-in or adjusting your consent preferences. These cookies do not store any personally identifiable data.
No cookies to display.
Functional cookies help perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collecting feedback, and other third-party features.
No cookies to display.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics such as the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
No cookies to display.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
No cookies to display.
Advertisement cookies are used to provide visitors with customized advertisements based on the pages you visited previously and to analyze the effectiveness of the ad campaigns.
No cookies to display.
Það er von stjórnar GR að reglubók þessi komi félagsmönnum að gagni og þeir kynni sér reglur og lög klúbbsins rækilega og fari eftir þeim í hvívetna. Í fjölmennum klúbbi eins og GR er afar þýðingarmikið að allir félagsmenn þekki og virði reglur svo að samskipti félagsmanna á völlum klúbbsins megi verða eins ánægjuleg og kostur er.
Vefsíða Golfklúbbs Reykjavíkur er helsti klúbbsins og er þar að finna upplýsingar um alla helstu starfsemi klúbbsins, stjórn og starfsmenn auk laga klúbbsins og reglna. Slóðin á vefsíðu félagsins er www.grgolf.is og netfangið er gr@grgolf.is
1.Heimild til leiks á völlum GR
1.1 Allir sem skráðir eru félagar í Golfklúbb Reykjavíkur og hafa greitt félagsjöld hafa heimild til að leika á völlum félagsins. Þeir kylfingar sem ekki eru félagar í klúbbnum en greiða vallargjald samkvæmt gjaldskrá hafa einnig heimild til að leika á völlunum.
1.2 Allir kylfingar sem leika á völlum félagsins þurfa að hafa skráða gilda WHS forgjöf (World Handicap System).
1.3 Allir leikmenn skulu ávallt skrá sig í rástíma áður en leikur hefst.
2. Forgjöf – helstu grunnatriði
2.1 Meðaltalsregla. Forgjöfin þín verður meðaltal 8 lægstu skormismuna síðustu 20 forgjafarhringja.
2.2 Forgjafarflokkar eru liðin tíð. Í nýju reglunum eru engir forgjafarflokkar eins og kylfingar eru vanir. Sem þýðir líka að nú geta allir skráð inn forgjafarhringi eftir 9 holu leik eða meira.
2.3 Ekki þarf að tilkynna fyrirfram. Ekki þarf að tilkynna sérstaklega í tölvukerfinu að leikinn hringur gildi til forgjafarútreiknings. Hægt verður að skrá alla hringi eftirá til forgjafarútreiknings.
2.4 Viðurkennd leikform. Skor er gilt til forgjafarútreiknings ef hringur hefur verið leikinn samkvæmt golfreglum og viðurkenndum leikformum.
2.5 Hámarks forgjöf 54. Óbreytt verður að hámarks forgjöf sem kylfingur getur fengið er 54.0.
3. Reglur um rástíma
3.1 Ræst er út á Korpúlfsstaðavelli með 8/9
mínútna millibili – á Grafarholtsvelli er ræst út með 9 mínútna millibili.
3.2 Rástímar milli kl. 07-08 á morgnana á 18 holu völlum félagsins
eru ræstir út með 6 mínútna millibili fyrir tvo leikmenn í senn.
3.3 Skráningartímabil er 8 dagar fram í tímann og er opnað fyrir
skráningu kl. 20:00. Sem dæmi opnar fyrir skráningu kl. 20:00 á
sunnudegi fyrir mánudag í næstu viku (þ.e. átta dögum síðar).
3.4 Félagsmaður getur einungis átt fjóra rástíma
bókaða í kerfinu á hverjum tíma, samanlagt á báðum völlum.
3.5 Takmörkun samkvæmt lið 3.4 gildir ekki um
rástíma sem eru lausir eftir kl. 20:00 kvöldið fyrir leikdag. Lausir rástímar á
leikdegi í þessum skilningi eru opnir öllum félagsmönnum jafnt, óháð öðrum
skráningum.
3.6 Eingöngu félagsmenn í GR hafa 8 daga
bókunarfyrirvara, þeir sem ekki eru félagsmenn geta bókað sig í rástíma með
sólahrings fyrirvara.
3.7 Af tillitssemi við aðra ber leikmönnum sem bókað hafa rástíma sem þeir geta ekki nýtt að afbóka sig eins skjótt og unnt er. Lágmarks fyrirvari er fjórar klukkustundir fyrir viðkomandi rástíma. Afskráningar skulu fara fram í gegnum Golfbox.
3.8 Viðurlög við afskráningum sem berast of
seint samkvæmt lið 3.7 eða alls ekki eru óbreytt þ.e. kylfingur sætir
sjálfkrafa skráningarbanni í Golfbox kerfinu í viku. Viðkomandi félagsmaður
getur leikið skráða hringi á tímabilinu ef einhverjir eru. Skráningarbann tekur
gildi þegar rástímabókun opnast næsta dag. Ef ekki er mætt í rástíma á
mánudegi sem dæmi, þá hefur félagsmaður ekki heimild til að bóka sig á viku
tímabili sem hefst á þriðjudeginum daginn eftir.
3.9 Komi í ljós misnotkun á kennitölum vina eða
vandamanna við skráningar verður tekið á því sérstaklega.
3.10 Samkvæmt notendaskilmálum Golfbox er
óheimilt að bóka rástíma með hvers kyns hugbúnaði, þ.m.t. svokölluðum skriftum,
sem hannaður hefur verið til að skrá eða auðvelda skráningu rástíma í Golfbox
og er til þess fallinn að veita viðkomandi forskot umfram aðra við
rástímaskráningu. Hvers kyns brot gegn þessu eru alvarleg og skulu varða
brottvikningu úr Golfklúbbi Reykjavíkur samkvæmt 8. gr. laga klúbbsins.
3.11 Öðrum brotum á reglum þessum verður vísað
til aganefndar sem ákveður hæfileg viðurlög, að teknu tilliti til alvarleika
brota. Viðurlög geta verið áminning, skráningarbann í tiltekinn tíma og
brottvikning úr Golfklúbbi Reykjavíkur.
3.12 Framangreindu til viðbótar kunna brot gegn
notendaskilmálum Golfbox að leiða til viðurlaga af hálfu Golfbox og/eða
Golfsambands Íslands..
4. Leikhraði
Mikið álag er á völlum GR og því er algjört grundvallaratriði að leikhraði sé í lagi. Það er því mjög mikilvægt að allir leikmenn fari eftir þeim viðmiðunum sem klúbburinn setur um leikhraða.
4.1 Stefnt skal að því að fjórir leikmenn í ráshópi séu ekki lengur en fjóra klukkutíma og tuttugu mínútur að leika 18 holu hring.
4.2 Til þess að halda uppi leikhraða skulu leikmenn stilla æfingasveiflum í hóf, ganga rösklega milli þess er þeir slá bolta sinn, yfirgefa flötina um leið og leik er lokið og ganga strax að næsta teig. Leikmenn skulu ávallt vera meðvitaðir um þá sem á eftir koma.
4.3 Leikmenn skulu gæta þess að hleypa fram úr strax og ástæða er til svo sem vegna leitar að týndum bolta og/eða ráshópurinn hefur dregist afturúr næsta hópi á undan.
4.4 Leikmenn ættu við þær aðstæður sem golfreglurnar leyfa að leika varabolta til þess að flýta leik.
4.5 Leikmenn í forgjafarflokki 5 (forgj. 26,5 og hærri) skulu leika af framteigum (bláum eða rauðum).
4.6 Mælst er til þess að leikmenn noti Stableford-punktakerfi við æfingahringi og taki boltann upp þegar útséð er um að punktur fáist á viðkomandi holu.
5. Umgengni um velli GR
5.1. Gengið skal vel um velli GR. Kylfingar eru hvattir til þess að skilja aldrei rusl eftir sig á vellinum heldur nota ruslafötur, setja torfusnepla í för og laga boltaför á flötum.
5.2. Ekki skal fara með golfkerrur né keyra bíla inn á flatir eða teiga. Óheimilt er að fara með golfkerrur og bíla á milli flatarglompu og flatar. Leikmenn skulu virða þau takmörk sem starfsmenn setja varðandi umferð og leitast við að hlífa álagsblettum á vellinum.
6. Umgengni í klúbbhúsum GR
6.1 Gengið skal vel um klúbbhúsin líkt og á öðrum svæðum félagsins.
6.2 Óheimilt er að fara með golfsett inn í klúbbhús, nema á æfingasvæði.
6.4 Reykingar eru bannaðar í klúbbhúsum GR.
7. Umgengni á æfingasvæðum GR
7.1 Á æfingasvæðum, þ.m.t. í Básum, gilda allar sömu umgengnisreglur og á völlum og í klúbbhúsum GR. Kylfingar skulu sérstaklega gæta þess að trufla ekki aðra við æfingar.
8. Klæðaburður
8.1 Mælst er til þess að kylfingar klæðist snyrtilegum golfklæðnaði. Gallabuxur teljast ekki golfklæðnaður.
9. Skráning og mætingar í mót
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.
10. Eftirlit á völlum GR
10.1 Eftirlit með leik, leikhraða og umgengni á völlunum er í höndum eftirlitsmanna.
10.2 Kylfingum ber að staðfesta félagsaðild eða sýna kvittun fyrir greiðslu vallargjalds sé þess óskað. Kylfingur, sem hefur leik á vellinum án þess að hafa til þess heimild, telst hafa skuldbundið sig til greiðslu vallargjalds með 50% álagi.
10.3 Þeim sem leika velli GR er skylt að hlíta fyrirmælum eftirlitsmanna.
10.4 Verði félagsmaður uppvís að alvarlegu broti á reglum þessum ber starfsmönnum að tilkynna það til aganefndar GR. Aganefnd getur veitt félagsmanni áminningu eða beitt tímabundinni útilokun frá leik á völlum klúbbsins.
11. Reglur um mótahald á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur
Það er meginmarkmiðið með rekstri golfvallanna að þeir séu opnir félagsmönnum GR til golfleiks. Í samræmi við þetta markmið hefur stjórn GR sett eftirfarandi reglur um mótahald á völlunum:
11.1 Þess skal gætt að ekki séu mót á báðum 18 holu völlum GR á sama tíma. Undantekning er vikuna sem meistaramót klúbbsins er leikið.
12. Reglur um aðgang að GR
Auk heiðurs- og ævifélaga skal taka að hámarki 3.400 manns á félagaskrá hvers árs. Á félagsskrá skal taka:
12.1 Félagsmenn sem greiddu félagsgjald árinu á undan og standa í skilum með greiðslu félagsgjalds skv. reglum klúbbsins.
12.2 Í upphafi hvers árs skal hleypa nýjum félögum af biðlista eftir númeraröð þar til tölunni 3.400 er náð. Af biðlista eru í forgang makar núverandi félagsmanna.
12.3 Á biðlista skal taka umsækjendur um aðild að klúbbnum eftir tímaröð umsókna. Þiggi umsækjandi ekki boð um félagsaðild, þegar að honum kemur, fellur hann af biðlista.
12.4 Stjórn GR er heimilt að taka við nýjum félagsmönnum utan biðlista ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi.
12.5 Ungmenni á aldrinum 6-18 fara ekki á biðlista eftir inngöngu í klúbbinn heldur eru skráð inn samkvæmt æfingaleiðum sem boðið er upp á og fá þannig heimild til að leika á völlum félagsins.
GR áskilur sér rétt til að breyta reglum þessum ef tilefni verða til þess. Breytingar skulu tilkynntar með fréttabréfi og á vefsíðu klúbbsins.