Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 6. desember 2022 kl. 20:00 og mun fara fram á 2. hæð Korpunnar.
Á fundinum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 18. grein laga félagsins.
Dagskrá:
- Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu.
- Skýrsla formanns.
- Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
- Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
- Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru.
- Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
- Kynning á fjárhagsáætlun komandi starfsárs, umræður og atkvæðagreiðsla.
- Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
- Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
- Önnur málefni ef einhver eru.
Fundarstjóra og fundarriturum er skylt að ganga frá fundargerðum.
Virðingafyllst, Stjórn GR
Athugið að ársreikningur GR verður eingöngu á rafrænu formi og er að finna á hlekk hér fyrir neðan ásamt tillögu stjórnar til lagabreytinga
Ársreikningur_2021-2022.pdf
Tillaga til lagabreytingar_11.grein.pdf