Afmælisfatnaður GR – mátunardagur á fimmtudag

Í tilefni þess að Golfklúbbur Reykjavikur fagnar 90 ára afmæli á árinu verður sérstakur afmælisfatnaður í boði fyrir félagsmenn. Næsta fimmtudag, 21. mars, mun starfsfólk ÓJK-Ísam mæta til okkar og vera með mátunardag á Korpu, hægt verður að máta og leggja inn pantanir frá kl. 15:00-18:00.

Þær flíkur sem í boði verður að máta má sjá hér – GR 90 ára – 2024

Fyrir þau sem ekki komast til að máta þá er hægt að senda pöntun á freydis@ojk-isam.is þar sem eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

  • Vörunúmer
  • Litur
  • Stærð

Fögnum saman afmælisári!

Golfklúbbur Reykjavíkur