Ástand valla Golfklúbbs Reykjavíkur – lokun nokkurra flata

Vellir klúbbsins voru formlega opnaðir á laugardaginn var, að undanskilu Landinu. Eins og áður hefur komið fram hefur veðurfar verið okkur með eindæmum óhagstætt og ástand vallanna miklu lakara en við eigum að venjast. Okkur þykir mjög miður að tilkynna ákvörðun um að loka fjórum flötum á Korpunni og tveimur flötum í Grafarholti út þessa viku, meðan unnið verður að því að gera þær betri og hlífa þeim fyrir ágangi, þessar flatir eru:

  • Korpa: 1., 13., 15. og 16 flöt
  • Grafarholt: 2. og 12. flöt

Meðan á lokun stendur verður verður leikið inn á bráðabirgðaflatir framan við flatirnar. Þessi ákvörðun er tekin með að markmiði að bæta gæði vallanna eftir veturinn til lengri tíma litið. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum af þessum sökum og vonum að félagsmenn sýni þessu skilning.

Starfsfólk Golfklúbbs Reykjavíkur